Verkefni

Verkefnið „aðlöguð hreyfing – kenningar og þjálfun“
(No: FSS / 2013 / IIC / W / 0020 / U / 0003) er styrkt af EU sem hluti af „þróun skólakerfis áætlunarinnar“. Áætlun þessi sér um að útvega náms- og þjálfunarstyrki fyrir samstarf milli alþjóðlegra skólastofnana.

Adapted Physical Activity (APA) eða Aðlöguð líkamleg hreyfing (ALH) er fræðileg grein sem enn er í þróun í Evrópulöndunum. ALH stefnir að því að bæta lífsgæði og auka sjálfstæði einstaklinga með sérþarfir. Fjöldi þeirra sem þurfa að nota hjólastól er mikill og eykst enn. Verkefnið miðar að því að stuðla að félagslegri aðlögun hjólastólanotenda í Póllandi og á Íslandi með því að veita fagfólki þjálfun í að vinna með og vera ábyrgt fyrir hreyfingu hjólastólanotenda. Verkefnið mun standa yfir frá febrúar 2014 til desember 2015 og verður í umsjón íþróttafræðideilda Józef Pilsudski háskólans í Varsjá (AWF Varsjá) og Háskóla Íslands (HÍ). Markmið verkefnisins eru: þjálfa nemendur í sjúkraþjálfun og íþróttafræði í hreyfingu fólks með sérþarfir, aðlaga pólska og íslenska útgáfu alþjóðlega hreyfinga spurningalistans (iPAQ) fyrir notendur hjólastóla, setja upp heimasíðu verkefnisins, útbúa ráðstefnubók með útdráttum fyrirlesara, þýðingar á hjólastóla færni prófum (HFP) Þýða leiðbeiningabækling á pólsku og íslensku, og útbúa geisladisk með niðurstöðum verkefnisins. Jákvæðum niðurstöðum verkefnisins verður náð með námskeiðahaldi, heimsóknum nemenda milli háskólanna, náms heimsóknum kennara og með ráðstefnuhaldi. Verkefnið mun auka gæði menntunar í íþróttafræði deild Józef Pilsudski háskólans í Varsjá og Háskóla Íslands. Þá mun verkefnið auka og efla félagslega þátttöku fólks með sérþarfir. Báðar stofnanirnar munu í öllu verkefninu styðja hvor aðra og vinna saman að niðurstöðum.